
Heilbakaðar gulrætur og kjúklingabaunir með fetaþeytingi eða hummus
Gulræturnar
300g gulrætur
1 tsk sambal olek frá Santa Maria
1⁄2 tsk sjávarsaltflögur
1-2 msk ólífuolía
Feta þeytingur
50g grísk jógúrt
100g fetaostur
safi og hýði af 1 sítrónu
1-2 msk ferskt timían
Kjúklingabaunirnar
1 msk ólífuolía
2 msk tómatpúrra
1⁄2 msk sambal olek frá Santa Maria
1⁄2 tsk sjávarsaltflögur
250g soðnar kjúklingabaunir
grænt pestó frá Himneskt
Gulrætur
Snyrtið endana á gulrótunum. Skerið stærstu gulræturnar í tvennt, en leyfið þeim minni að vera heilum. Veltið síðan gulrótum upp úr sambal, olíu og salti.
Bakið í ofni við 190°C i 30-35 mín.
Fetaþeytingur
Setjið gríska jógúrt í hrærivél ásamt fetaostinum sem þið myljið í skálina og svo restina af uppskriftinni. Þeytið þar til þetta er orðið kekklaust. Í staðinn fyrir fetaþeyting er líka hægt að nota góðan hummus.






