Til baka

Til baka

Til baka

Auðvelt

Berjabaka

Berjabaka

Þessi berjabaka er dásamleg í eftirrétt eða í kaffinu. Upplagt er að nota ber úr garðinum eða berjamó, en að sjálfsögðu er líka hægt að nota frosin ber úr búðinni. Virkilega góð borin fram með þeyttum rjóma, jurtarjóma eða ís.

Vegan

Vegan

Vegan

Mjólkurlaust

Mjólkurlaust

Mjólkurlaust

Egglaus

Egglaus

Egglaus

Hráefni
Hráefni

500g ykkar uppáhalds ber (hindber/bláber/rifsber/sólber)
200g sykur, t.d. hrásykur

Deig

100g lífrænt spelt
140g haframjöl
80g möndlur, malaðar eða saxaðar
90g sykur, t.d. hrásykur
1 tsk kanill
1 tsk sjávarsalt flögur
120 ml kókosolía

Aðferð
Aðferð

Setjið ber og sykur í pott, stillið á háan hita og hrærið stöðugt í um 1 mín. Takið pottinn af hellunni og hrærið aðeins.

Deigið

Setjið þurrefnin fyrir deigið í skál og blandið.
Bætið kókosolíunni út í og hnoðið þar til deigið klístrast saman.

Takið frá 1/4 af deiginu fyrir mulning.
Þrýstið 3/4 af deiginu í botninn á ca 23cm kökuformi.

Hellið berjablöndunni yfir botninn.
Myljið restina af deiginu yfir.

Bakið í miðjum ofni á blæstri við 190°C í 20-25 mínútur.

Gott er að leyfa bökunni aðeins að kólna og stífna áður en þið njótið hennar með góðum ís eða þeyttum rjóma.