Til baka

Til baka

Til baka

Tilkynning frá Aðföngum vegna innköllunar á nýrnabaunum

Tilkynning frá Aðföngum vegna innköllunar á nýrnabaunum

Með hliðsjón af öryggi og velferð neytenda hafa Aðföng ákveðið að taka úr sölu og innkalla Himneskt Lífrænar nýrnabaunir. Innköllunin er tilkomin vegna hættu á að varnarefnið carbofuran greinist í vörunni  og varðar hún eingöngu best fyrir dagsetningu 03/04/2027.

Tilkynning frá Aðföngum vegna innköllunar á Himneskt Lífrænar nýrnabaunir

Með hliðsjón af öryggi og velferð neytenda hafa Aðföng ákveðið að taka úr sölu og innkalla Himneskt Lífrænar nýrnabaunir. Innköllunin er tilkomin vegna hættu á að varnarefnið carbofuran greinist í vörunni og varðar hún eingöngu best fyrir dagsetningu 03/04/2027.

 Varan hefur verið tekin úr sölu í verslunum.

Upplýsingar um vöruna:

Vöruheiti: Himneskt Lífrænar nýrnabaunir ( þurrkaðar )

Nettómagn: 500g

Umbúðir: Plastumbúðir

Strikamerki: 5690350050449

Best fyrir dagsetning: 03/04/2027

Lotunúmer: 02.10.2025 mm:ss (mm = mínútur & ss = sekúndur; breytilegt eftir pakkningum)

Geymsluskilyrði: Þurrvara

Framleiðandi: Pakkað af Midsona Danmark A/S fyrir Aðföng

Dreifing: Verslanir Bónus og Hagkaups

Viðskiptavinum Bónus og Hagkaups sem keypt hafa vöruna er ráðið frá því að neyta hennar og er bent á að þeir geta skilað henni í verslunina þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu. Aðföng biður viðskiptavini Bónus og Hagkaups sem kunna að hafa orðið fyrir óþægindum vegna þessa innilegrar afsökunar.

 Nánari upplýsingar veitir gæðastjóri Aðfanga í síma 530-5600 eða í gegnum netfangið gm@adfong.is