Content
Tómatskrúfur
Einfalt pasta sem er gott að bera fram með salati
Hráefnið fyrir 4
½ poki pastaskrúfur
1 dós bakaðar baunir
½ flaska tómatpassata
1 msk tómatpúrra
2 tsk ítölsk kryddblanda
½ - 1 tsk sjávarsaltflögur
Aðferð
Setjið vatn í pott og saltið eftir smekk. Pastað er svo sett í pottinn þegar suðan er komin upp. Gætið þess að vatnið fljóti vel yfir. Miðað er við 1 lítra af vatni fyrir hver 100g af pasta.
Sjóðið í 6-8 mínútur.
Á meðan pastað sýður, setjið restina af uppskriftinni í blandara og blandið þar til sósan er kekklaus. Hellið í pott og hitið að suðu.
Þegar pastað er soðið, hellið því í sigti og setjið svo pastað út í sósuna.
Berið fram með rifnum parmesan, t.d. vegan parmesan ef vill.