Content
Sætkartöflu meðlæti
Ljúffengt meðlæti
Þetta sætkartöflu meðlæti er frábært með próteingjafa að eigin vali. Til dæmis baunum, tófú, fisk, kjöti, því sem ykkur finnst best.
Hráefnið fyrir 4
Sæt kartafla
1 stór eða 2 minni sætar kartöflur
1 msk sambal olek eða annað chilimauk
½ - 1 tsk sjávarsaltflögur
1-2 msk ólífuolía
1 heill hvítlaukur
Sítrónu og jógúrtsósa
3 dl þykk jógúrt, t.d. lífræn frá Sojade
safi og hýði af 1 meðalstórri sítrónu
1 bakaður hvítlaukur (sjá hér að ofan)
½ - 1 tsk sjávarsaltflögur
1 msk ólífuolía
Ofan á
1-2 msk smátt saxaðar möndlur
1-2 msk smátt saxaður kóríander eða steinselja
1-2 tsk rifið sítrónuhýði, ef vill
Aðferð
Hitið ofninn í 180°C.
Setjið bökunarpappír í ofnskúffu, afhýðið sætu kartöflurnar og skerið í bita, veltið upp úr chilimauki, olíu og sjávarsalti, setjið í ofnskúffuna og bakið við 180°C í ca 30-40 mínútur eða þar til þær eru gegnum bakaðar og byrjaðar að fá smá gyllta/brennda flekki.
Hvítlaukurinn er bakaður heill með sætkartöflubitunum, setjið hvítlaukinn ofan á álpappír, skerið toppinn af og hellið 1 vænni matskeið af olíu yfir og lokið svo álpappírnum. Bakaði hvítlaukurinn er síðan notaður í jógúrtsósuna.
Setjið jógúrt ásamt salti og olíu saman í skál, hrærið vel saman. Kreistið bakaða hvítlaukinn út í ásamt sítrónusafa og hýði. Hrærið.