Content
Ostakaka - vegan
Dýrindis ostakaka, með súkkulaðihnetusmjöri og fullt af ferskum berjum.
Þessi ostakaka er virkilega ljúffeng. Frábært að skreyta hana með fullt af ferskum berjum þegar hún er borin fram.
Kakan geymist í kæli í nokkra daga án berja, svo það er alveg óhætt að baka hana aðeins fram í tímann, ef það hentar.
ATH - munið að leggja kasjúhneturnar fyrir fyllinguna í bleyti í 2 klst áður en baksturinn hefst.
Hráefnið fyrir 4
Botninn
75g haframjöl
100g malaðar möndlur
10 döðlur, smátt skornar
60g kókosolía
1/2 tsk sjávarsalt
Fyllingin
150g kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 2 klst
200g vegan rjómaostur
250g kókosmjólk
225g agavesíróp
2 msk sítrónusafi
2 msk kókosolía
2 msk maizenamjöl
1 tsk vanilludropar
1/2 tsk sjávarsaltflögur
Ofan á
fersk ber, t.s. hindber, bláber eða jarðaber
súkkulaðihnetusmjör, heimagert eða tilbúið
EÐA sulta í staðinn fyrir hnetusmjörið.
Aðferð
Botninn
Setjið allt hráefnið í matvinnsluvél og maukið þar til þetta verður að klístruðu deigi.
Þjappið niður í smurt form sem er um 26 cm í þvermál. Gott að nota smelluform.
Forbakið við 160°C í 10 mín.
Látið kólna áður en fyllingunni er hellt yfir.
Fyllingin
Hellið vatninu af kasjúhnetunum.
Setjið allt hráefnið í blandara og blandið þar til silkimjúkt. (Hægt að nota matvinnsluvél).
Hellið fyllingunni yfir forbakaða botninn og bakið við 160°C í 55 mín.
Látið kólna í a.m.k. 2 klst í kæli, en má geyma í kæli í nokkra daga þess vegna.