Content
Kókoskúlur
Kókoskúlur eru frábært nammi sem gott er að eiga með kaffinu.
Kókoskúlur eru frábært nammi sem gott er að eiga með kaffinu. Gaman og einfalt að búa til með krökkum.
Hráefnið fyrir 4
4 dl döðlur
2 dl kókosmjöl + auka til að velta uppúr
3 msk hreint kakó
½ dl kókosolía
smá sjávarsalt
Má bæta við ef vill:
1 tsk appelsínudropar eða vanilludropar
rifinn appelsínubörkur af einni appelsínu
Aðferð
Setjið döðlur, kókosmjöl, kakó, kókosolíu (og dropa ef vill) í matvinnsluvél og blandið þar til orðið að mauki. Ef þið notið appelsínubörk bætið nú helmingnum út í og blandið létt.
Gott er að geyma deigið í kæli í smástund áður en kúlurnar eru mótaðar.
Veltið kúlunum upp úr kókosmjöli (og rifnum appelsínuberki ef vill).
Kúlurnar geymast vel í kæli eða frysti.