Til baka

Til baka

Content

Hummus og kryddaðar baunir

Kryddaðar stökkar kjúklingabaunir og ferskir granateplakjarnar ásamt ferskum kryddjurtum gera þennan hummus alveg ómótstæðilegan.

Hummusinn er silkimjúkur, kjúklingabaunirnar gefa gott bit, granateplakjarnarnir smá sætu og kryddjurtirnar himneskt bragð.

Hráefnið fyrir 4
Kryddaðar kjúklingabaunir

1 krukka kjúklingabaunir
1 1/2 tsk cumin
1 1/2 tsk oregano
1 1/2 tsk tsk reykt paprika
1 1/2 tsk hvítlauksduft
1 tsk sjávarsaltflögur
2-3 msk jómfrúar ólífuolía

Hummus

1 krukka kjúklingabaunir
safi og hýði af 1 sítrónu
1 hvítlauksrif
120ml vatnið af kjúklingabaununum (eða vatn)
100g tahini
1 tsk sjávarsaltflögur
1 tsk zatar
1 msk jómfrúar ólífuolía

Ofan á

granateplakjarnar
ferskur kóríander
fersk minta
fersk steinselja
zatar
ólífuolía

Aðferð
Stökkar kjúklingabaunir

Hitið ofninn í 180°C og setjið bökunarpappír á ofnskúffu.

Hellið vökvanum af kjúklingabaununum og setjið baunirnar í skál ásamt restinni af uppskriftinni, blandið saman og setjið á ofnskúffuna.

Bakið í 15-20 mínútur eða þar til þær eru orðnar stökkar.

Takið út og látið aðeins kólna.

Hummus

Sigtið kjúklingabaunirnar og geymið vökvann.

Setjið alla uppskriftina í matvinnsluvél og maukið þar til alveg silkimjúkt.

Setjið hummusinn á disk, krydduðu kjúklingabaunirnar þar ofan á og toppið með granateplakjörnum, ferskum kryddjurtum og zatar og meiri ólífuolíu ef vill.

Gott að bera fram með góðu brauði eða grænmeti.

Vörur í uppskrift
Þú finnur vörurnar okkar í búðum
Þú finnur vörurnar okkar í búðum
Þú finnur vörurnar okkar í búðum