Til baka

Til baka

Content

Bananabrauð

Bananabrauð er svo gott með kaffinu.

Þessi uppskrift inniheldur hvorki egg né mjólkurvörur og hentar því þeim sem hafa óþol/ofnæmi, eða eru vegan, en líka ykkur sem langar bara í ljúffengt bananabrauð.

Við notum fínt og gróft spelt til helminga, svo það er passlega gróft.

Hægt er að bæta súkkulaðibitum, hnetum eða niðurskornum döðlum út í brauðið ef vill.

Hráefnið fyrir 4
Bananabrauð

3 stórir vel þroskaðir bananar (eða 300g)
3 msk kókosolía
2 msk ólífuolía
1 dl sykur, t.d. hrásykur
1.5 tsk vanilla
1.5 tsk kanill
1 tsk sítrónusafi
225g spelt, fínt og gróft til helminga
2.5 tsk lyftiduft
0.5 tsk sjávarsalt
ef vill: 50-100g súkkulaðibitar eða hnetur

Aðferð

Forhitið ofninn í 200°C (ekki blástur).

Stappið banana í skál, hrærið olíum, sykri, vanillu, kanil og sítrónusafa saman við.

Blandið spelti, lyftidufti og salti saman í aðra skál.

Sameinið blöndurnar, en ekki hræra of lengi, bara rétt nóg til að allt blandist vel.

Að lokum má bæta söxuðum hnetum eða súkkulaði varlega við.

Setjið deigið í smurt form. Gaman er að skreyta með söxuðum möndlum ofan á.

Bakið við 200°C. Eftir 20 mín hyljið þá brauðið með álpappír og bakið áfram í 30 mín, samtals í 50 mín. Álpappírinn er nauðsynlegur svo brauðið brenni ekki efst.

Leyfið brauðinu að kólna aðeins áður en það er skorið í sneiðar. Það er erfitt að bíða, en sneiðarnar verað betri ef brauðið fær að kólna, helst í 30 mín áður en skorið.

Vörur í uppskrift
Þú finnur vörurnar okkar í búðum
Þú finnur vörurnar okkar í búðum
Þú finnur vörurnar okkar í búðum