Aðföng hljóta jafnlaunavottun

Í lok febrúar 2019 hlutu Aðföng jafnlaunavottun og heimild Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerki velferðarráðuneytisins. Það var BSI á Íslandi, sem sá um úttekt á jafnlaunakerfi Aðfanga og vottaði að jafnlaunakerfið uppfyllti öll skilyrði jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Jafnlaunakerfið nær til allra starfsmanna Aðfanga og byggir á skilgreindu verklagi til að tryggja að ákvarðanir um laun séu byggðar á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.