
Þetta salat er bæði gott sem meðlæti, eða eitt og sér sem máltíð í góðu jafnvægi.
1 bolli kínóa
2 bollar sjóðandi vatn
1 tsk sjávarsalt
1 tsk grænmetiskraftur
1 krukka soðnar kjúklingabaunir, vökvanum hellt frá og baunirnar skolaðar
200g kirsuberjatómatar, skornir í 4
½ agúrka, skorin í litla teninga
1 rauð paprika, kjarnhreinsuð og skorin i litla teninga
½ rauðlaukur, afhýddur og skorinn í litla teninga
½ granatepli, kjarnarnir
100g mangó, skorið í litla teninga (má nota frosið)
safi og rifið hýði af 1 sítrónu
15 g ferskur kóríander
10 g fersk minta
smá sjávarsalt
2 msk ólífuolía
Setjið kínóað í pott, kveikið undir og þurristið í 2-3 mínútur og hrærið stöðugt svo það brenni ekki.
Hellið sjóðandi vatni yfir kínóað, saltið og bætið grænmetiskraftinum út í og látið sjóða í um 15-20 mín.
Slökkvið undir og látið standa með loki í um 10 mín.
Á meðan kínóað sýður, skerið niður allt grænmetið og ávextina og setjið í skál ásamt kjúklingabaunum, sítrónusafa og hýði, ólífuolíu, salti og kryddjurtum.
Þegar kínóað er tilbúið, bætið því út í og blandið saman.
Njótið!