Til baka

Hafra-og chiagrautur

Hráefnið fyrir 4
Grauturinn

1 b jurtamjólk að eigin vali
2/3 b tröllahafrar
2 msk chiafræ
1 tsk vanilla
1 tsk kanill
1/2 tsk sítrónusafi
nokkur saltkorn

Ávextir

banani í þunnum sneiðum
1 epli, skorið í litla bita
2 dl frosin hindber
1 msk engifer, rifinn

Aðferð

Best að útbúa kvöldið áður
Hrærið allt saman og látið standa yfir nótt

Geymið bananasneiðarnar sér. Saxið eplin smátt og hrærið saman við hindber og engifer (t.d. hægt að nota matvinnsluvél til að léttsaxa, en ekki mauka alveg, eða bara nota gaffal og stappa).
Setjið nú grautinn í fallegt glas eða glerkrukku: fyrst hluta af grautnum, leggið svo bananasneiðar ofan á, þar næst hluta af epla/berjablöndunni. Setjið svo annan umgang af graut, bananasneiðum og berjablöndu. Setjið eins mörg lög og ykkur lystir. Njótið!

Vörur í uppskrift
Þú finnur vörurnar okkar í búðum
Þú finnur vörurnar okkar í búðum
Þú finnur vörurnar okkar í búðum