Innköllun á brasilíuhnetum

Með hliðsjón af neytendavernd hefur System Frugt A/S í Danmörku, í samstarfi við Aðföng, ákveðið að taka úr sölu og innkalla Delicata Brasilíuhnetur í 100 gramma pokum.

Ástæða innköllunarinnar er sú að við reglubundið eftirlit greindist aflatoxin í hnetunum yfir mörkum.

Varan var til sölu í verslunum Bónus og Hagkaups á tímabilinu 9. ágúst til 19. september 2018.

Upplýsingar um vöruna:
Vöruheiti: Delicata Brasilíuhnetur
Strikamerki: 5690350050647
Nettóþyngd: 100g
Best fyrir dagsetning: 30.04.2019

Sérstök athygli er vakin á því að innköllunin varðar eingöngu tilgreinda best fyrir dagsetningu.

Viðskiptavinum Bónus og Hagkaups sem keypt hafa vöruna er bent á að þeir geta skilað henni í verslunina þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu. System Frugt A/S og Aðföng biðja viðskiptavini verslananna sem kunna að hafa orðið fyrir óþægindum vegna þessa innilegrar afsökunar.

Nánari upplýsingar veitir gæðastjóri Aðfanga, í síma 530-5600 eða í gegnum netfangið gaedastjori[at]adfong.is

Tilkynning send fjölmiðlum ásamt mynd af vörunni.

Náttúrulegt súlfít í Chlorella-töflum

Rannsóknir hafa leitt í ljós að hráefnið sem notað  er í Himneskt Lífrænar chlorella-töflur inniheldur náttúrulegt súlfít. Það er í því magni sem getur framkallað ofnæmisviðbrögð hjá einstaklingum sem eru viðkvæmir fyrir efninu. Í ljósi þess hafa Aðföng bætt merkingar vörunnar með miða sem á stendur „Varan inniheldur náttúrulegt súlfít

Tilkynning frá Aðföngum.

Allar nánari upplýsingar veitir gæðastjóri Aðfanga í gegnum netfangið gaedastjori@adfong.is .

Sumarstarf – Næturvarsla í vöruhúsi

Aðföng leitar að starfskrafti til að sinna næturvörslu í vöruhúsi í sumar. Unnið er á vöktum frá 18:00 – 06:00. Unnið er í sjö daga og frí í sjö daga, frá miðvikudegi til miðvikudags. Starfið snýst að mestu um frágang á vöruhúsi eftir starfsemi dagsins. Lyftarapróf er kostur en ekki skilyrði og umsækjandi þarf að hafa náð 25 ára aldri. Nánari upplýsingar veita: Ársæll Magnússon og Guðjón Hall. Sótt er um starfið á vef Aðfanga. [12.06.2018: Ráðið hefur verið í starfið]

Starfsmaður óskast í frysti og kæligeymslu

Aðföng leitar að hraustum og duglegum starfsmanni, 18 ára og eldri, í fullt starf í frysti og kæligeymslu fyrirtækisins. Vinnutími er frá 07:30 til 15:30 virka daga og annan hvern laugardag frá 07:30 til 12:00. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Lyftararéttindi er kostur en ekki skilyrði. Umsóknarfrestur er til og með 12. maí 2017. Umsóknir sendist í gegnum vefform á síðunni.

Uppfært 04.05.2017/BV: Ráðið hefur verið í starfið.