Sumarstarf í gæða- og umhverfisteymi Aðfanga

Aðföng leitar að öflugum og metnaðarfullum nema í matvæla- og/eða næringarfræði í starf með námi og fullt starf yfir sumarmánuðina. Starfið tilheyrir gæða- og umhverfisteymi fyrirtækisins og eru helstu verkefni:
• gæðaeftirlit í vöruhúsi og kjötvinnslu; t.d. söfnun, skráning og úrvinnsla gagna.
• eftirfylgni með og kynning á flokkun úrgangs innan fyrirtækisins.
• merkingar matvæla og efnavara.
• viðhald gæðakerfis; s.s. vörulýsinga.
Ráðningartímabil er frá 1. mars eða eftir nánari samkomulagi. Vinnutími er milli kl 8 og 16 á virkum dögum. Á námstíma er m.v. að vinnuframlag sé alls 4 dagar á mánuði.
Einnig er í boði aukavinna um helgar við almenn störf í vörhúsi, svo sem í vöruafgreiðslu. Unnið er þar aðra hvora helgi, laugardag og sunnudag, milli klukkan 07:30 og 12:30. Unnið er annan daginn aðra hvora helgi yfir sumarmánuðina.

Við hvetjum öll kyn til þess að sækja um. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál og er öllum umsóknum svarað. Umsóknarfrestur er til og með 21. febrúar 2024.

Umsóknir og fyrirspurnir um starfið sendist á Baldvin Valgarðsson, gæða- og umhverfisstjóra; netfang: baldvin@adfong.is / sími: 5305645
/ www.adfong.is / www.vinfong.is / www.himneskt.is / www.ferskar.is /

Lífræn vottun – Endurnýjun

Vottunarstofan Tún ehf. hefur endurnýjað vottun fyrir vörur undir vörumerkjunum Himneskt og Ítalía.  Í kjölfar árlegrar úttektar vottunarstofunnar á starfsemi Aðfanga, var staðfest að hún er samkvæmt gildandi vottunarreglum og því var vottunin endurnýjuð fyrir tímabilið: 01.12.2023 – 31.12.2024.

Vottunarlýsinguna má finna hér.

www.himneskt.is

Certificate pursuant to Article 35(1) of Regulation (EU) 2018/848 on organic production and labelling of organic products.

Innköllun á Íslandssósur Rjómasveppasósu

Aðföng hafa tekið úr sölu og innkallað eina tiltekna framleiðslulotu af Rjómasveppasósu undir vörumerkinu Íslandssósur.  Samhliða hefur Mjólkursamsalan ákveðið að taka úr sölu og innkalla þrjár tilteknar framleiðslulotur af Villisveppaosti. Þessar vörur eru merktar með eftirfarandi hætti:

Rjómasveppasósa:
Best fyrir: 16.10.2022

Villisveppaostur:
Best fyrir: 01.03.2023
08.03.2023
18.03.2023

Ástæða innköllunarinnar er að aðskotahlutir fundust í kryddi sem notað var í  framleiðslu beggja varanna.

Hér má lesa fréttatilkynningu um innköllunina.

Innköllun á tortilla-flögum

Með hliðsjón af öryggi og velferð neytenda hafa Paulig-Santa Maria AB, í  Svíþjóð, og Aðföng ákveðið að taka úr sölu og innkalla saltaðar Santa Maria Organic Tortilla Chips í 125 gramma umbúðum. Innköllunin varðar allar sölueiningar óháð best fyrir dagsetningu.

Sjá nánar: Fréttatilkynning.

Uppfært: Innköllun á Kinder eggjum

Með hliðsjón af öryggi og velferð neytenda hafa Ferrero Scandinavia AB, í Svíþjóð, og Aðföng ákveðið að taka úr sölu og innkalla Kinder Surprise í tveimur pakkningastærðum, þ.e. 20 gramma stök egg og 3ja stykkja pakkningu með 20 gramma eggjum. Innköllunin varðar þær sölueiningar sem hafa best fyrir dagsetningu á tímabilinu frá 26-6-2022 til og með 7-10-2022.

Hér má lesa fréttatilkynningu Aðfanga.

Uppfært 08/04/2022 kl 16:20: Útvíkkun innköllunar – Fréttatilkynning

Sumarstarf – Gæðastjórnun/-eftirlit

Uppfært: Ráðið hefur verið í starfið

Aðföng leitar að öflugum og framsýnum háskólanema til að starfa með okkur í sumar við verkefni á sviði gæðastjórnunar í vöruhúsum við Skútuvog 7-9 og Korngarða 1. Starfið felur m.a. í sér ferlagreiningu/-skrif, viðhald vörumerkinga, skýrslugerð og samskipti við verslanir, birgja og neytendur.

Ráðningartímabil er frá ca. 23. maí til 26. ágúst – eða eftir nánari samkomulagi. Vinnutími er milli kl 8 og 16 alla virka daga.

Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál og er öllum umsóknum svarað. Umsóknarfrestur er til og með 21. febrúar 2022.

Nánari upplýsingar veitir Baldvin Valgarðsson, í síma 5305645 eða gegnum netfangið baldvin@adfong.is .

/ www.adfong.is / www.vinfong.is / www.himneskt.is / www.ferskar.is /

Vöruafhending – Breyting varðandi efnavörur

Vegna innri og ytri krafna skulu efnavörur* (s.s. snyrtivörur (þ.m.t. sápur), þvotta- og hreinsiefni, mýkingarefni, sæfivörur, plöntuverndarvörur, o.fl. ) nú berast á sér vörubrettum til Aðfanga. Á þetta jafnt við um lagervörur og transit-vörur.

Allar nánari upplýsingar veitir Baldvin Valgarðsson, gæðastjóri Aðfanga, í gegnum netfangið gaedastjori@adfong.is .

* efnavara er vara sem fellur undir efnalög nr. 61/2013

HIMNESKT – Endurnýjun vottunar

Vottunarstofan Tún ehf. tilkynnti Aðföngum nú í desember um endurnýjun vottunar fyrir vörur undir vörumerkjunum Himneskt og Ítalía.  Í kjölfar árlegrar úttektar vottunarstofunnar á starfsemi Aðfanga, sem fram fór fyrr á árinu, var staðfest að hún er samkvæmt gildandi vottunarreglum og því var vottunin endurnýjuð fyrir næsta tímabil. Hér fyrir neðan eru tenglar á vottorð, á íslensku og ensku, og vottunarlýsing þessu til staðfestingar.

TUN-L-076 Aðföng Vottorð, gildir til 31-12-2022
TÚN-L-076 Aðföng Vottunarlýsing
TUN-L-076 Aðföng Certificate, valid till 31-12-2022

 

Uppfært: Innköllun á SFC kjúklingavörum

Með hliðsjón af öryggi og velferð neytenda hafa SFC Wholesale Ltd, í Bretlandi, og Aðföng ákveðið að taka úr sölu og innkalla SFC Take Home Boneless Bucket í 650g pakkningu og SFC Southern Fried Chicken Strips í 400g pakkningu.

Ástæða innköllunarinnar er að Salmonella hefur fundist í framleiðslulotum.

Vörurnar fengust í verslunum Hagkaups og Bónus, en hefur verið innkallaðar þaðan.

Upplýsingar um vörurnar:
Vöruheiti: SFC Take Home Boneless Bucket
Nettómagn: 650g
Strikamerki: 5031532020629
Geymsluskilyrði: Frystivara, -18°C
Lotunúmer: Öll lotunúmer
Best fyrir dagsetning: Allar dagsetningar til og með 30-06-2022
Dreifing: Verslanir Hagkaups

Vöruheiti: SFC Southern Fried Chicken Strips
Nettómagn: 400g
Strikamerki: 5031532020018
Geymsluskilyrði: Frystivara, -18°C
Lotunúmer: Öll lotunúmer
Best fyrir dagsetning: Allar dagsetningar til og með 30-06-2022
Dreifing: Verslanir Hagkaups og Bónus

Viðskiptavinum Hagkaups og Bónus sem keypt hafa vörurnar er ráðið frá því að neyta þeirra og er bent á að þeir geta skilað þeimí verslunina þar sem þær voru keyptar gegn fullri endurgreiðslu. SFC Wholesale Ltd og Aðföng biðja viðskiptavini verslananna sem kunna að hafa orðið fyrir óþægindum vegna þessa innilegrar afsökunar.

Nánari upplýsingar veitir gæðastjóri Aðfanga í síma 530-5600 eða í gegnum netfangið gaedastjori[at]adfong.is

Innköllun á pestói vegna aðskotahlutar

Með hliðsjón af öryggi og velferð neytenda hafa Aðföng ákveðið að taka úr sölu og innkalla Himneskt Lífrænt rautt pestó.

 Ástæða innköllunarinnar er að glerbrot fannst í einni krukku.

Innköllun stendur yfir en varan hefur fengist í verslunum Bónus og Hagkaups.

Upplýsingar um vöruna:

Vöruheiti: Himneskt Lífrænt rautt pestó

Strikamerki: 5690350050692

Nettómagn: 130g

Best fyrir dagsetningar: Allar í október 2022

Viðskiptavinum Bónus og Hagkaups sem keypt hafa vöruna er ráðið frá því að neyta vörunnar og er bent á að þeir geta skilað henni í verslunina þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu. Aðföng biðja viðskiptavini verslananna sem kunna að hafa orðið fyrir óþægindum vegna þessa innilegrar afsökunar.

Nánari upplýsingar veitir gæðastjóri Aðfanga í síma 530-5600 eða í gegnum netfangið gaedastjori[at]adfong.is

Innköllun á Íslandsnaut Hamborgarasósu

Með hliðsjón af öryggi og velferð neytenda hafa Aðföng ákveðið að taka úr sölu og innkalla Íslandsnaut Hamborgarasósu, Smash Style.

 Ástæða innköllunarinnar er að ákveðnar líkur eru til þess að eitt hráefna sósunnar hafi í einni eða fleiri framleiðslulotum vörunnar innihaldið ofnæmis- og óþolsvald, það er hveiti (glúten) sem ekki er tilgreint í innihaldslýsingu vörunnar.

Varan var til sölu í verslunum Bónus og Hagkaups fram til 23. september 2020.

Upplýsingar um vöruna:

Vöruheiti: Íslandsnaut Hamborgarasósa, Smash Style.

Strikamerki: 5690350194556

Nettómagn: 250ml

Best fyrir dagsetningar: Allar fyrir 08-01-2021

Viðskiptavinir Bónus og Hagkaups sem keypt hafa vöruna og hafa ofnæmi eða óþol fyrir hveiti (glúten) er bent á að þeir geta skilað henni í verslunina þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu. Aðföng biðja viðskiptavini verslananna sem kunna að hafa orðið fyrir óþægindum vegna þessa innilegrar afsökunar.

Nánari upplýsingar veitir gæðastjóri Aðfanga í síma 530-5600 eða í gegnum netfangið gaedastjori[at]adfong.is

Skilaboð frá Aðföngum vegna COVID-19

Aðföng hafa aðlagað starfsemi sína vegna COVID-19 faraldursins sem nú gengur yfir. Fyrirtækið leggur sig fram um að fara eftir ráðleggingum Embættis landlæknis og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra til að tryggja öryggi starfsmanna sinna og viðhalda eðlilegu þjónustustigi.

Athygli er vakin á því að meðan á s.k. samkomubanni stendur hafa allar heimsóknir í fyrirtækið verið verulega takmarkaðar. Viðskiptavinir eru hvattir til að nýta fjarfundarbúnað, tölvupóst eða síma í staðinn.

VIÐ ERUM ÖLL ALMANNAVARNIR!

Innköllun á Bónus Ristaðar karamelluhnetur

Með hliðsjón af öryggi og velferð neytenda hafa Aðföng, í samstarfi við Nathan & Olsen hf. pökkunaraðila Bónus Ristaðar karamelluhnetur, ákveðið að taka úr sölu og innkalla vöruna.

 Ástæða innköllunarinnar er ófullnægjandi tilgreining á mögulegum ofnæmis- og óþolsvöldum í snefilmagni, það er eggjum og lúpínu.

Varan var til sölu í verslunum Bónus fram til 11. mars 2020.

Upplýsingar um vöruna:

Vöruheiti: Bónus Ristaðar karamelluhnetur

Strikamerki: 5690350053792

Nettóþyngd: 150 grömm

Best fyrir dagsetningar: Allar

Viðskiptavinir Bónus sem keypt hafa vöruna er bent á að þeir geta skilað henni í verslunina þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu. Aðföng og Nathan og Olsen hf. biðja viðskiptavini Bónus sem kunna að hafa orðið fyrir óþægindum vegna þessa innilegrar afsökunar.

Nánari upplýsingar veitir gæðastjóri Aðfanga, í síma 530-5600 eða í gegnum netfangið gaedastjori[at]adfong.is

Innköllun á Bónus Tröllahöfrum

Með hliðsjón af öryggi og velferð neytenda hafa Aðföng, í samstarfi við Nathan & Olsen hf. pökkunaraðila Bónus Tröllahafra, ákveðið að taka úr sölu og innkalla vöruna.

Ástæða innköllunarinnar er að gegnsær aðskotahlutur, líklega plast, fannst í einum poka.

Varan var til sölu í verslunum Bónus á tímabilinu 15. júní til 5. júlí 2019. Athygli er vakin á því að innköllunin einskorðast við ákveðnar best fyrir dagsetningar.

Upplýsingar um vöruna:

Vöruheiti: Bónus Tröllahafrar

Strikamerki: 5690350053273

Nettóþyngd: 1 kg

Best fyrir dagsetningar: 16-08-2020 og 19-08-2020

Viðskiptavinir Bónus sem keypt hafa vöruna er bent á að þeir geta skilað henni í verslunina þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu. Aðföng og Nathan og Olsen hf. biðja viðskiptavini Bónus sem kunna að hafa orðið fyrir óþægindum vegna þessa innilegrar afsökunar.

Nánari upplýsingar veitir gæðastjóri Aðfanga, í síma 530-5600 eða í gegnum netfangið gaedastjori[at]adfong.is

Tilkynning varðandi Nutra B-vítamín

Með hliðsjón af neytendavernd hafa Aðföng ákveðið að taka úr sölu og innkalla Nutra B Sterkar – B vítamín extra sterkar í plast staukum með 180 töflum.

Ástæða innköllunarinnar er sú að sé neytt fulls skammtar af fæðubótarefninu skv. leiðbeiningum um inntöku á umbúðum vörunnar, þ.e. tveggja tafla daglega, fer inntaka á B6 vítamíni yfir efri þol-/öryggismörk fyrir vítamínið á einum degi fyrir fullorðinn einstakling. Ein tafla inniheldur 15 milligrömm af B6 vítamíni, en þol-/öryggismörkin liggja við 25 milligrömm.

Varan var til sölu í verslunum Bónus, Hagkaups og Super1 fram til 20. maí 2019.

Upplýsingar um vöruna:

Vöruheiti: Nutra B Sterkar – B vítamín extra sterkar.

Strikamerki: 5690350054645.

Magn og form: 180 töflur í plast stauk.

Best fyrir dagsetning: Allar.

Viðskiptavinum Bónus, Hagkaups og Super1 sem keypt hafa vöruna er bent á að þeir geta skilað henni í verslunina þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu. Aðföng biðja viðskiptavini verslananna sem kunna að hafa orðið fyrir óþægindum vegna þessa innilegrar afsökunar.

Nánari upplýsingar veitir gæðastjóri Aðfanga, í síma 530-5600 eða í gegnum netfangið gaedastjori[at]adfong.is

Störf í vöruhúsi / Warehouse positions

Aðföng leitar að hraustu og duglegu starfsfólki, 18 ára og eldra, í framtíðarstörf. Megin áhersla starfanna er vöruflokkun, innihalsmerkingar og almennur undirbúningur á vörum fyrir sölu.

Hæfniskröfur

Áhugi á starfi í vöruhúsi.

Hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund. 

Jákvæðni og samviskusemi.

Snyrtimennska og reglusemi.

Vinnutími er frá kl 08:00 til kl 16:00 virka daga. Starfsfólk hefur aðgang að mötuneyti. 

Umsóknarfrestur er til og með 21. apríl næstkomandi og þurfa viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst.

Áhugasamir eru beðnir að sækja um störfin á www.adfong.is  Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um. Kostur er ef ferilskrá (CV) fylgir með.

Nánari upplýsingar eru veittar í gegnum netfangið upplysingar@adfong.is

Adfong is seeking healthy and efficient team members, over 18 years old, in permanent positions. Main responsiblities are classification of inventories, labelling and gerneral preparation of products for sale.

Hiring standard:

Interest for working in a warehouse.

Good communication skills and service attitude.

Positive attitude and conscientiousness.   

Tidiness and orderliness.

Working hours are between 08:00 and 16:00 on weekdays. Employees have access to a canteen.

Application deadline is 21st of April 2019 and those applying must be able to start soon. 

Those keen to join our team shall apply on our homepage www.adfong.is. We encourage women as well as men to apply for the positions. Advantage is if CV is included.

Further information are given through the Email upplsyingar@adfong.is

Helgar- og sumarstarf í vöruhúsi

Aðföng leitar að hraustum og duglegum starfsmanni, 18 ára eða eldri í sumarstarf. Unnið er eftir 4-1 vaktakerfi þar sem unnið er fjóra daga og einn í frí og eru helgar meðtaldar í því. Vinnutími um helgar er frá 07:30 til ca 12:30 laugardaga og sunnudaga. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst um helgar. Sótt er um á www.adfong.is og eru konur jafnt sem karlar hvattar til að sækja um. 

Umsóknarfrestur er til og með 15-04-2019

Aðföng hljóta jafnlaunavottun

Í lok febrúar 2019 hlutu Aðföng jafnlaunavottun og heimild Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerki velferðarráðuneytisins. Það var BSI á Íslandi, sem sá um úttekt á jafnlaunakerfi Aðfanga og vottaði að jafnlaunakerfið uppfyllti öll skilyrði jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Jafnlaunakerfið nær til allra starfsmanna Aðfanga og byggir á skilgreindu verklagi til að tryggja að ákvarðanir um laun séu byggðar á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.

Innköllun á Tostitos Chunky Salsa

Með hliðsjón af neytendavernd hafa Aðföng ákveðið að taka úr sölu og innkalla Tostitos Chunky Salsa, medium, í 439,4 gramma (15,5 oz.) glerkrukkum.

Ástæða innköllunarinnar er sú að glerbrot fannst í einni krukku.

Varan var til sölu í verslunum Bónus, Hagkaups og Super1 á tímabilinu 24. júlí 2018 til 26. mars 2019. Sérstök athygli er vakin á því að innköllunin varðar eingöngu best fyrir dagsetninguna 10. apríl 2019.

Upplýsingar um vöruna:

Vöruheiti: Tostitos Chunky Salsa, medium

Strikamerki: 028400055987

Nettóþyngd: 439,4g (15,5 oz.)

Best fyrir dagsetning: 10. apríl 2019

Viðskiptavinum Bónus, Hagkaups og Super1 sem keypt hafa vöruna er bent á að þeir geta skilað henni í verslunina þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu. Aðföng biðja viðskiptavini verslananna sem kunna að hafa orðið fyrir óþægindum vegna þessa innilegrar afsökunar.

Nánari upplýsingar veitir gæðastjóri Aðfanga, í síma 530-5600 eða í gegnum netfangið gaedastjori[at]adfong.is

Starfskraftur á lyftara

Aðföng leitast eftir að ráða starfskraft í fullt starf á lyftara. Viðkomandi þarf að hafa lyftararéttindi og geta hafið störf sem fyrst.

Sækja skal um starfið á www.adfong.is og eru konur jafnt sem karlar hvattar til að sækja um. Óskað er eftir að ferilskrá fylgi umsókn.

Umsóknarfrestur til og með 19.3.2019

Uppfært 9.4.2019: Ráðið hefur verið í starfið.

Meiraprófsbílstjóri óskast í framtíðarstarf

Aðföng leitar að meiraprófsbílstjóra í framtíðarstarf við útkeyrslu á vörum í verslanir.

Viðkomandi þarf að hafa próf á vörubifreið með eftirvagn.
Unnið er til skiptis á dag og kvöldvöktum, með góðu vaktarfríi á milli.

Sækja skal um starfið hér á heimasíðunni okkar og eru konur jafnt sem karlar hvattar til að æskja um. Óskað er eftir að ferilskrá fylgi umsókn.

Umsóknarfrestur er til og með 11.3.2019.

Uppfært 9.4.2019: Ráðið hefur verið í starfið.

Aðstoð í mötuneyti – sumarstarf

Aðföng leitar að duglegum og jákvæðum aðila í sumarafleysingu í mötuneyti.

Starfið felst í að setja fram morgunverð og aðstoð við hádegisverð, ásamt frágangi og þrifum.

Hægt er að sækja um starfið á heimasíðu okkar. Óskað er eftir að ferilskrá fylgi með umsókn.

Umsóknarfrestur er til og með 12.3.2019.

Uppfært 25.3.2019: Ráðið hefur verið í starfið.

Innköllun á brasilíuhnetum

Með hliðsjón af neytendavernd hefur System Frugt A/S í Danmörku, í samstarfi við Aðföng, ákveðið að taka úr sölu og innkalla Delicata Brasilíuhnetur í 100 gramma pokum.

Ástæða innköllunarinnar er sú að við reglubundið eftirlit greindist aflatoxin í hnetunum yfir mörkum.

Varan var til sölu í verslunum Bónus og Hagkaups á tímabilinu 9. ágúst til 19. september 2018.

Upplýsingar um vöruna:
Vöruheiti: Delicata Brasilíuhnetur
Strikamerki: 5690350050647
Nettóþyngd: 100g
Best fyrir dagsetning: 30.04.2019

Sérstök athygli er vakin á því að innköllunin varðar eingöngu tilgreinda best fyrir dagsetningu.

Viðskiptavinum Bónus og Hagkaups sem keypt hafa vöruna er bent á að þeir geta skilað henni í verslunina þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu. System Frugt A/S og Aðföng biðja viðskiptavini verslananna sem kunna að hafa orðið fyrir óþægindum vegna þessa innilegrar afsökunar.

Nánari upplýsingar veitir gæðastjóri Aðfanga, í síma 530-5600 eða í gegnum netfangið gaedastjori[at]adfong.is

Tilkynning send fjölmiðlum ásamt mynd af vörunni.

Náttúrulegt súlfít í Chlorella-töflum

Rannsóknir hafa leitt í ljós að hráefnið sem notað  er í Himneskt Lífrænar chlorella-töflur inniheldur náttúrulegt súlfít. Það er í því magni sem getur framkallað ofnæmisviðbrögð hjá einstaklingum sem eru viðkvæmir fyrir efninu. Í ljósi þess hafa Aðföng bætt merkingar vörunnar með miða sem á stendur „Varan inniheldur náttúrulegt súlfít

Tilkynning frá Aðföngum.

Allar nánari upplýsingar veitir gæðastjóri Aðfanga í gegnum netfangið gaedastjori@adfong.is .

Sumarstarf – Næturvarsla í vöruhúsi

Aðföng leitar að starfskrafti til að sinna næturvörslu í vöruhúsi í sumar. Unnið er á vöktum frá 18:00 – 06:00. Unnið er í sjö daga og frí í sjö daga, frá miðvikudegi til miðvikudags. Starfið snýst að mestu um frágang á vöruhúsi eftir starfsemi dagsins. Lyftarapróf er kostur en ekki skilyrði og umsækjandi þarf að hafa náð 25 ára aldri. Nánari upplýsingar veita: Ársæll Magnússon og Guðjón Hall. Sótt er um starfið á vef Aðfanga. [12.06.2018: Ráðið hefur verið í starfið]

Starfsmaður óskast í frysti og kæligeymslu

Aðföng leitar að hraustum og duglegum starfsmanni, 18 ára og eldri, í fullt starf í frysti og kæligeymslu fyrirtækisins. Vinnutími er frá 07:30 til 15:30 virka daga og annan hvern laugardag frá 07:30 til 12:00. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Lyftararéttindi er kostur en ekki skilyrði. Umsóknarfrestur er til og með 12. maí 2017. Umsóknir sendist í gegnum vefform á síðunni.

Uppfært 04.05.2017/BV: Ráðið hefur verið í starfið.