Innköllun á pestói vegna aðskotahlutar

Með hliðsjón af öryggi og velferð neytenda hafa Aðföng ákveðið að taka úr sölu og innkalla Himneskt Lífrænt rautt pestó.

 Ástæða innköllunarinnar er að glerbrot fannst í einni krukku.

Innköllun stendur yfir en varan hefur fengist í verslunum Bónus og Hagkaups.

Upplýsingar um vöruna:

Vöruheiti: Himneskt Lífrænt rautt pestó

Strikamerki: 5690350050692

Nettómagn: 130g

Best fyrir dagsetningar: Allar í október 2022

Viðskiptavinum Bónus og Hagkaups sem keypt hafa vöruna er ráðið frá því að neyta vörunnar og er bent á að þeir geta skilað henni í verslunina þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu. Aðföng biðja viðskiptavini verslananna sem kunna að hafa orðið fyrir óþægindum vegna þessa innilegrar afsökunar.

Nánari upplýsingar veitir gæðastjóri Aðfanga í síma 530-5600 eða í gegnum netfangið gaedastjori[at]adfong.is

Innköllun á Íslandsnaut Hamborgarasósu

Með hliðsjón af öryggi og velferð neytenda hafa Aðföng ákveðið að taka úr sölu og innkalla Íslandsnaut Hamborgarasósu, Smash Style.

 Ástæða innköllunarinnar er að ákveðnar líkur eru til þess að eitt hráefna sósunnar hafi í einni eða fleiri framleiðslulotum vörunnar innihaldið ofnæmis- og óþolsvald, það er hveiti (glúten) sem ekki er tilgreint í innihaldslýsingu vörunnar.

Varan var til sölu í verslunum Bónus og Hagkaups fram til 23. september 2020.

Upplýsingar um vöruna:

Vöruheiti: Íslandsnaut Hamborgarasósa, Smash Style.

Strikamerki: 5690350194556

Nettómagn: 250ml

Best fyrir dagsetningar: Allar fyrir 08-01-2021

Viðskiptavinir Bónus og Hagkaups sem keypt hafa vöruna og hafa ofnæmi eða óþol fyrir hveiti (glúten) er bent á að þeir geta skilað henni í verslunina þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu. Aðföng biðja viðskiptavini verslananna sem kunna að hafa orðið fyrir óþægindum vegna þessa innilegrar afsökunar.

Nánari upplýsingar veitir gæðastjóri Aðfanga í síma 530-5600 eða í gegnum netfangið gaedastjori[at]adfong.is